Öflugir peyjar úr sjávarútveginum í Eyjum taka þátt í mottumars og hafa ákveðið að safna fyrir krabbameinsfélagið.

Ástæðuna að krabbameinsfélagið varð fyrir valinu segja þeir vera að “krabbamein snerta okkur öll og því miður getur einn af hverjum þremur Íslendingum reiknað með því að greinast með krabbamein einhvern tíma á ævinni. Það er með stærstu áskorunum sem fólk stendur frammi fyrir, bæði þeir sem veikjast og þeirra nánustu. Liðið okkar vill gera sitt til þess að styðja við bakið á þeim sem þurfa að takast á við krabbamein og taka þátt í baráttunni gegn krabbameinum. Það er mögulegt! Þess vegna ákváðum við í liðinu að safna fyrir Krabbameinsfélagið. Það eru allir í sama liði gegn krabbameini.”

Til að styrkja gott málefni ýttu hér.