ÍBV og Haukar eigast við í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00. Á fjórða tug stuðningsmanna liðsins skellti sér í hópferð í morgunnsárið í gegnum Þorlákshöfn og var góð stemmning í hópnum samkvæmt viðmælanda Eyjafrétta. Þó nokkuð af stuðningsmönnum hefur auk þess ferðast til lands bæði og dag og í gær á eigin vegum.

Á vefsíðunni handbolti.is var birt frétt í morgun með nokkrum skemmtilegum staðreyndum um ÍBV og viðureignir þessara liða í bikarkeppninni:

  • ÍBV hefur átta sinnum komist í undanúrslit bikarkeppninnar í karlaflokki. Fyrst árið 1990. ÍBV mætti Víkingi og tapaði 29:26.
  • Sjö árum áður, 1983, komst Þór, annar forveri ÍBV, í undanúrslit bikarkeppninnar fyrst liða frá Vestmannaeyjum. Þórsarar töpuðu fyrir Víkingi, 26:20.
  • Þór Vestmannaeyjum var annað liðið utan höfuðborgarsvæðis til að ná sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í karlaflokki. KA braut ísinn fyrir landsbyggðaliðin árið 1980.
  • Síðast lék ÍBV í undanúrslitum mars 2020 og vann Hauka í hörkuleik í Laugardalshöll, 27:26.