Síðasta umferð Olísdeildar karla í handknattleik fer fram í kvöld. Allar viðureignir hefjast kl. 19.30. ÍBV strákarnir mæta HK í Kópavogi í kvöld. Það eru fá óvissuatriði með niðurstöðu deildarinnar fyrir kvöldið í kvöld. FH er þegar orðinn deildarmeistari, Víkingur og Selfoss eru fallin og þá er einnig ljóst hvaða átta lið taka þátt í úrslitakeppninni sem hefst í næstu viku. Enn eru þó nokkur óvissuatriði um hver röð liðanna verður.

Haukar sitja í fimmta sæti tveimur stigum á eftir ÍBV og fyrir liggur að Haukar verði anstæðingar ÍBV í úrslitakeppninni. Haukar geta náð í fjórða sætinu ef þeir vinna Framara og ÍBV tapar fyrir HK. Verði ÍBV og Haukar jöfn að stigum standa Haukar betur að vígi í innbyrðisleikjum sem nemur sex mörkum, undir er heimaleikjarettur í oddaleik. Úrslitakeppni Olísdeildar karla hefst miðvikudaginn 10. apríl.