Síðasta áratuginn hefur verið mikil þróun í þjálfun barna og unglinga, aðstaða til íþróttaiðkunar hefur verið að batna og þjálfunin er sífellt að verða markvissari. Samhliða þessari bættri aðstöðu og aðgengi að góðri þjálfun hefur krafan um betri árangur einnig aukist, jafnt frá foreldrum, þjálfurum og íþróttafélögum. Jafnvel er þess krafist af ungum íþróttaiðkendum að sérhæfa sig sem fyrst og velja sér eina íþróttagrein þar sem æfingar eru jafnvel stundaðar allt árið um kring. Margir hafa viljað gagnrýna þessa þróun en aðrir ekki.
Hvað segja fræðimenn á þessu sviði, hvenær eiga börn að byrja að stunda hinar ýmsu íþróttagreinar, hvað skal leggja áherslu á í barna og unglingaþjálfun og á hverju byggja þeir sinn rökstuðning? Okkur félögum langar að kynna fyrir áhugasömum niðurstöður fjölþjóða rannsókna sem allar miða að því að finna út hvað mótar afreksmanninn, hvað er það sem afreksmenn eiga sameiginlegt frá fyrstu skrefum sínum í íþróttum til fullorðinsáranna.

Linkur á viðburð.