Skráning í árlega söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin og fer fram á netinu nú eins og fyrr. Foreldrar skrá börnin sín í gegnum Google forms og þurfa því að hafa google reikning til að framkvæma skráningu.
Óskað er eftir nöfnum keppenda og kennitölum þeirra sem og nafni og símanúmeri forráðamanns. Til að skráning teljist gild þarf að skila inn lagi annað hvort með að setja inn tengil á Youtube, Spotify eða aðrar tónlistarveitur. Einnig er mögulegt að skila inn hljóðskrá.
Mælst er til þess að lagaval sé miðað við það að hefðbundin hljómsveit geti flutt lögin. Forráðamenn keppninnar áskila sér rétt til þess að óska eftir öðru lagi sé það ill framkvæmanlegt.
Hljómsveit æfir með keppendum á fimmtudeginum fyrir Þjóðhátíð, 3. ágúst. Að lokinni skráningu verður haft samband við foreldra keppenda og keppendum útvegaður tími til æfinga umræddan fimmtudag. Mæting á æfingu er skilyrði fyrir þátttöku.
Fréttatilkynning.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.