Bæjarstjórn ályktaði einróma vegna fyrirhugaðrar gjaldskrárhækkunar farþegaferjunnar Herjólfs sem tekur gildi næstkomandi mánudag. Bæjarstjórn minnir á fögur fyrirheit ráðamanna um bættar samgöngur í kjölfar niðurskurðar þorskkvóta í haust. Bæjarstjórn skorar jafnframt á samgönguráðherra og þingmenn Suðurlands að koma í veg fyrir þessar auknu álögur á heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Ályktunina má lesa í heild sinni hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst