IBV bar sigurorð af Njarðvíkingum á Hásteinsvelli í kvöld, 2-1. Sigurinn var sætur og stigin þrjú sem honum fylgdu. En leikurinn var hinsvegar ekkert fyrir augað. Í hálfleik var staðan 1-0 fyrir ÍBV. Bjarni Rúnar Einarsson skoraði markið á markamínútunni miklu, þeirri 43. Liðið hefur fengið 24 stig í 9 leikjum og er efst í deildinni. Næstir eru Selfyssingar með 18 stig en leik til góða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst