Framkvæmdir við vatnsátöppunarverksmiðju Icelandic Water Holding í Ölfusi þurfa ekki að fara í umhverfismat því umhverfisráðuneytið hefur nú ógilt fyrri úrskurð sinn þar að lútandi.
Umhverfisráðuneytið úrskurðaði í maí í vor að vatnsátöppunarverksmiðjan þyrfti í umhverfismat. Icelandic Water Holding óskaði í júní eftir að ráðuneytið tæki málið upp að nýju þar sem Orkustofnun hefði sent ráðuneytinu gallaða umsögn. Ráðuneytið tók ekki undir það en byggði nýjan úrskurð hins vegar á breyttu áliti Orkustofnunar í málinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst