Nú í hádeginu var dregið í 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla. ÍBV var í pottinum og Eyjamenn voru heppnir, fengu heimaleik. Andstæðingurinn gat hins vegar varla verið sterkari, Íslands- og bikarmeistarar KR. Stórleikur umferðarinnar verður því í Eyjum.