Knattspyrnuráð ÍBV hefur gengið frá samningi til þriggja ára ára við Aron Bjarnason sem leikmann meistaraflokks karla ÍBV í knattspyrnu. Bjarni Gunnarsson, leikmaður ÍBV, hefur líka skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV.
Aron kemur til ÍBV frá Fram þar sem hann hefur leikið frá í ágúst 2013. Aron lék upp alla yngri flokka og upp í meistaraflokk karla hjá �?rótti Reykjavík. Hann á að baki 15 leiki í 1. deild karla með �?rótturum og 25 leiki í Pepsí-deild karla með Fram. Með Fram skoraði hann 4 mörk á síðustu leiktíð í 17 leikjum. Aron á að baki 10 landsleiki með U19 landsliði Íslands.
Í fréttatilkynningu frá ÍBV kemur fram að eftir lok síðasta tímabils hafi knattspyrnurráð ÍBV og nýráðinn þjálfari liðsins haft áhuga á að fá Aron til liðs við félagið. Ástæðan er sú að Aron er ungur leikmaður með hæfileika sem ÍBV telur að muni fleyta honum langt í framtíðinni og nýtast ÍBV mjög vel á komandi árum. ÍBV sér hann líka fyrir sér í þeirri Eyjastemningu sem lið ÍBV mun byggja á næstu árin, í því verkefni að koma ÍBV aftur í fremstu röð. Nú mun Aron verða hluti af þeim hópi leikmanna, þjálfara og knattspyrnuráðsmanna sem ætla sér, í góðu samstarfi, að efla ÍBV og búa til lið í fremstu röð.