Ingó Veðurguð og vinir hans koma til Eyja í dag og fara beint í sund og afgreiða það mál. Síðan er stefnt beint á Höllina, þar sem árshátíð Vinnslustöðvarinnar fer fram. En það er ekki hægt að fá brekkusöngvarann og stuðboltann til Eyja án þess að fleiri njóti, þannig að VSV í samráði við Ingó, Veðurguðina og Höllina, ákvað að opna á almennan dansleika eftir miðnætti.
Og ákveðið var í tilefni dagsins að hafa mjög ódýrt inn, það kostar aðeins 1.000,- krónur – þúsundkall inn á ballið í kvöld. ATHUGIÐ að nú er opnunartími veitingahúsa í Eyjum til kl. 04.00 og hefur því verið stytt um klukkutíma. �?að þýðir bara eitt…..þú kemur klukkutíma fyrr á ball og færð mikið fyrir peninginn – hlökkum til að sjá þig í H�?LLINNI í kvöld.