Nítjánda umferð Lengjudeildar karla klárast í dag með fjórum leikjum. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Eyjaliðið verið á góðri siglingu undanfarið og eru á toppi deildarinnar með 35 stig. Stigi meira en Fjölnir sem hefur leikið leik meira, en efsta lið deildarinnar fer beint upp á meðan liðin í öðru til fimmta sæti leika í umspili um hitt lausa sætið í deild þeirra bestu. Í fyrri leik liðanna fór ÍBV með sigur af hólmi 0-3.
Leikurinn á Hásteinsvelli hefst klukkan 14 og verður upphitun í Týsheimilinu frá kl. 11:30 þar sem stuðningsmenn ætla að hittast og horfa á leik Brighton – Manchester United. „Að sjálfsögðu verður fýrað upp í grillinu og ættu allir að finna drykki við hæfi til að skola niður geggjuðum borgurum. Lokaspretturinn í deildinni er framundan og þurfa strákarnir á ykkar stuðning að halda til að styrkja stöðu sína á toppnum.“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV.
Leikir dagsins:





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.