Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur.
Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil ráðuneytisins, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og framhaldsskólanna var skoðað sérstaklega í breyttu skipulagi. Einnig voru umræður um hvaða þjónustu svæðisskrifstofur eigi að veita nemendum, starfsfólki og stjórnendum framhaldsskólanna til að markmið um öflugra framhaldsskólastig náist.
Einn mikilvægasti hluti samráðsferilsins felst í heimsóknum mennta- og barnamálaráðherra Guðmundar Inga Kristinssonar í alla opinberu framhaldsskólana sem eru 27 talsins. Heimsóknirnar hófust í síðustu viku og nú þegar hefur ráðherra heimsótt sex skóla. Í heimsóknunum á ráðherra milliliðalaust samtal við kennara, annað starfsfólk skólanna og í sumum tilfellum nemendur skólanna.
Á fundum ráðherra með kennurum og starfsfólki þessara sex skóla hafa komið fjölmargar góðar ábendingar sem lofa góðu um framhaldið. Samstaða er um að þörf sé á auknum stuðningi við starfsemi framhaldsskólanna og ekki síst við nemendur. Meðal þess sem fram hefur komið er:
Ráðherra hefur þegar ákveðið að skólarnir muni halda daglegum stjórnunarheimildum við ráðningar og rekstur í nýju skipulagi. Gert er ráð fyrir að samráðsferlið standi fram í nóvember og þá taki við mótun tillagna, segir að endingu í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst