Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferjan stefni á að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, miðvikudaginn 5. nóvember.
Samkvæmt nýrri áætlun verður brottför frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 (áður 17:00) og brottför frá Landeyjahöfn klukkan 20:15 (áður 20:45). Aðrar ferðir dagsins falla niður. Ef frekari breytingar verða á siglingum mun Herjólfur gefa út tilkynningu um leið og nýjar upplýsingar liggja fyrir.
Á morgun, fimmtudag, mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar í fyrri ferð dagsins. Brottför verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:00 og frá Þorlákshöfn klukkan 10:45.
Herjólfur minnir á að á þessum árstíma sé alltaf hætta á færslu milli hafna, og því sé ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni.
Þeir farþegar sem hyggjast nýta gistirými ferjunnar eru jafnframt minntir á að koma með sinn eiginn búnað. Ný tilkynning vegna siglinga seinnipartinn 6. nóvember verður birt fyrir klukkan 15:00 þann dag.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst