Tekist á um miðbæjarmál
29. mars, 2022
Hér má sjá hraunið sem áformað er að fjarlægja til að stækka miðbæinn.

Á fundi ráðsins 28. febrúar var starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að safna saman gögnum sem til eru í málinu og vinna minnisblað um næstu skref í ferlinu við að skapa lóðir til framtíðar á svæði sem skilgreint er sem þróunarsvæði M-2 í aðalskipulagi og tilheyrir miðbænum. Minnisblað liggur fyrir.

Í niðurstöðu þakkar ráðið fyrir minnisblaðið og felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna frekari forsendugreiningu.

Skrítin skipulags skrif
Á eftir fylgdi bókun frá fulltrúum E- og H- lista. “Í ljósi opinbera skrifa annars fulltrúa minnihlutans í ráðinu þá er mikilvægt að halda staðreyndum málsins til haga. Tillaga meirihluta E- og H- lista í umhverfis- og skipulagsráði, sem fulltrúar minnihluta D-listans féllust á, sneri að því að óska eftir að minnisblað yrði unnið um næstu skref í ferlinu við að skapa lóðir til framtíðar á svæði sem skilgreint er sem þróunarsvæði – M2 í aðalskipulagi og tilheyrir miðbænum.
Hvorki er talað um tvo miðbæi í tillögu meirihlutans né í gildandi aðalskipulagi og ætti sama fulltúa minnihlutans í ráðinu að vera það fullkunnugt þar sem umræddur fulltrúi minnihlutans kom að vinnu við umrætt aðalskipulag. Í gildandi aðalskipulagi segir „Á skipulagstímabilinu verða hugmyndir um landnotkun á svæðinu þróaðar frekar […]? einnig kemur fram að „tækifæri skapast til uppbyggingar á svæði við miðbæinn, en í dag er mikil eftirspurn eftir húsnæði fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi í miðbænum.“
Það er miður að sami fulltrúi minnihlutans talar um að byggja upp einn góðan miðbæ, ekki tvo slæma. Þvert á móti telur meirihluti E- og H-lista miðbæinn okkar vera góðan og við getum verið stolt af honum: Haldið verður áfram að byggja hann upp og engin þörf á nýjum.”

Ættu að fara betur með tíma sinn
Margrét Rós Ingólfsdóttir fulltrúi D-lista svaraði með eftirfarandi bókun. “Það er gaman að sjá að vel heppnað prófkjör Sjálfstæðisflokksins og efni því tengdu hafi náð að hafa svona skemmtileg áhrif á meirihlutann. Undirrituð stendur við allt það efni sem hún gaf út og er einnig fullkunnugt um hvað stendur í aðalskipulagi sveitarfélagsins enda formaður hóps sem samdi skipulagið, sem gildir til ársins 2035. Hvergi hefur verið farið með rangt mál. Það gefur auga leið að nýjar lóðir undir atvinnustarfsemi á þessu svæði munu dreifa þeirri miðbæjarstemmningu sem verið er að reyna að byggja upp í Vestmannaeyjum. Meirihlutinn má vel reyna að halda öðru fram. Í stað þess að eyða sínum tíma í að agnúast út í mig ætti meirihlutinn að eyða tíma sínum í aðra hluti.”

A1154-035-U01 Þróunarsvæði M-2 Skref í þróun og uppbyggingu.pdf
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.