Karlalið ÍBV í fótbolta vann rétt í þessu verðskuldaðan stórsigur á Hásteinsvelli gegn FH.
Lokaniðurstaða leiksins er 4-1, mörk ÍBV skoruðu: Halldór Jón, Eiður Aron, Andri Rúnar úr víti og Felix Örn.
Fyrirliðinn okkar, Eiður Aron var svo einnig valinn maður leiksins.
Þetta er kærkominn sigur eftir skellinn í síðustu vikur gegn KR. Og ennþá mikið líf og kraftur í okkar mönnum.
ÍBV er sem stendur enn í 9. sæti deildarinnar með 15 stig.
Merkilegt nokk, þá hefur FH ekki tekist að vinna deildarleik síðan þeir tóku á móti ÍBV á Kaplakrikavelli í 6. umferð. Þá var niðurstaðan 2-1 fyrir FH.
FH er að vísu enn inni í bikarkeppni.
Myndir: Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst