Starfs­menn skipa­smíðastöðvar­inn­ar Crist í Gdynia í Póllandi vinna við frá­gang á nýja Herjólfi. Stefnt er að því að skipið verði af­hent Vega­gerðinni í næsta mánuði og all­ar áætlan­ir rekstr­araðilans miða að því að hann hefji sigl­ing­ar 30. mars.

Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­fé­lags Herjólfs sem Vest­manna­eyja­bær stend­ur á bak við, seg­ir að und­ir­bún­ing­ur fyr­ir rekst­ur­inn gangi sam­kvæmt áætl­un. Skip­stjórn­ar­maður og vél­stjóri eru úti í Póllandi til að fylgj­ast með smíði skips­ins og skip­stjóri er hér heima í vinnu við ann­an und­ir­bún­ing.

Seg­ir Guðbjart­ur að prófa eigi skipið úti á sjó í fjórðu viku janú­ar. Þá verði all­ur búnaður skips­ins prófaður. Það fari eft­ir niður­stöðu þess hvort ráðast þurfi í frek­ari lag­fær­ing­ar. Enn er unnið að inn­rétt­ing­um í skip­inu og upp­setn­ingu búnaðar, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Mbl.is greindi frá