Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.
Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás 2 í dag, þar sem hann ræddi lagið og boðskap þess.
Hann hlaut glæsileg verðlaun að upphæð um 750.000 króna og þakkaði fyrir frábærar viðtökur við laginu.
Hér má sjá lagið hans Andra.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst