Baldur mun ekki fara seinni ferð milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar í dag vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá afgreiðslu Herjólfs en Baldur leysir Herjólf af hólmi næstu tvær vikurnar meðan Herjólfur er í slipptöku. Baldur fór fyrri ferð samkvæmt áætlun, frá Vestmannaeyjum klukkan 8:00 í morgun og frá Þorlákshöfn klukkan 12:00.