Bifreið ekið á gangandi vegfaranda
Í síðustu viku var bifreið ekið á gangandi vegfaranda í Vestmannaeyjum. Sem betur fer var þó ekki um alvarlegt slys að ræða sem öðru fremur má þakka því að ökuhraði bifreiðarinnar var ekki mikill. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Lögreglan vill af þessu tilefni ítreka enn og aftur mikilvægi þess að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Sérstaklega er því beint til foreldra að tryggja að börnin séu búin endurskini sem sést vel en rannsóknir sýna að ökumenn bifreiða sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella.
Á vef Samgöngustofu, er m.a. að finna hagnýtar upplýsingar er varða endurskinsmerki, https://www.samgongustofa.is/…/fraeds…/oryggi/endurskin/

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.