Í síðustu viku var bifreið ekið á gangandi vegfaranda í Vestmannaeyjum. Sem betur fer var þó ekki um alvarlegt slys að ræða sem öðru fremur má þakka því að ökuhraði bifreiðarinnar var ekki mikill. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum.
Lögreglan vill af þessu tilefni ítreka enn og aftur mikilvægi þess að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Sérstaklega er því beint til foreldra að tryggja að börnin séu búin endurskini sem sést vel en rannsóknir sýna að ökumenn bifreiða sjá vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella.
Við notum vefkökur til að gera upplifunina þína á vefnum okkar sem besta. Ef þú heldur áfram að nota síðuna, þá gerum við ráð fyrir að þú sér sátt/sáttur við það.OkPrivacy policy