Bikarævintýrið búið
Andri Erlingsson kom sterkur inn og var markahæstur hjá ÍBV. Ljósmynd: Sigfús Gunnar.

Eyjamenn eru úr leik í bikarkeppninni í handbolta, en liðið tapaði í kvöld gegn frísku Stjörnuliði á Ásvöll­um. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi í leikhléi 18-16. Munurinn jókst svo þegar leið á seinni hálfleikinn og má segja að Eyjaliðið hafi aldrei séð til sólar eftir það. Leiknum lauk með fimm marka sigri Garðbæinga, 34-29 og þeir því komnir í úrslit.

Andri Erlingsson var markahæstur Eyjamanna í kvöld með 6 mörk. Gauti Gunnarsson, Nökkvi Snær Óðinsson og Daniel Vieira gerðu allir 4 mörk og Sigtryggur Daði Rúnarsson og Dagur Arnarsson skoruðu sitthvor 3 mörkin. Pavel Miskevich varði 8 bolta og Petar Jokanovic varði 4 skot.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.