Í dag sunnudaginn 6. júlí var mikil fornbílahátíð á Eyrarbakka sem Árni Valdimarsson og fjölskylda í Gallerý Gónhól stóðu fyrir.
Bar þar hæst endurgerðan Thomsensbílinn svokallaða, en upprunalegi bíllinn var fyrsti bíllinn sem kom til Íslands og var það árið 1904. Þá var honum m.a. ekið úr Reykjavík austur á Eyrarbakka og var það minnisstætt þeim sem vitni urðu að koma hans á Bakkann á sínum tíma.
Sverrir Andrésson hagsleiksmaður á Selfossi hefur endurgert Thomsensbílinn og var hann til sýnis í Gallerý Gónhól um helgina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst