FISKIRÉTTIR Á GULLEYJUNNI VIRKJA FINNSKA BRAGÐLAUKA
1. febrúar, 2024

Fjöldi glæsilegra fiskveitingastaða í hæsta gæðaflokki í Vestmannaeyjum hlýtur að vera með því mesta sem þekkist á byggðu bóli miðað við íbúatölu.

Þá ályktun dregur að minnsta kosti finnskur blaðamaður, Mika Remes, í grein um veitingaflóru og sjávarfang Vestmannaeyja í grein í tímaritinu Aromi í Finnlandi núna í janúar. Ritið er sérhæft í skrifum um veitingahús og það sem þar er á boðstólum.

Finninn kom til Vestmannaeyja, dvaldi hér í nokkra daga, þræddi sig á milli veitingastaða, spjallaði við eigendur og kokka og rakti sömuleiðis garnir úr Binna í Vinnslustöðinni í tilefni af stofnun dótturfélagsins VSV Finland OY Helsinki á síðasta ársfjórðungi 2022. 

Blaðamaðurinn vildi með Íslandsför kynna sér íslenskan fisk og tengda matarhefð. Hann kynntist því jafnframt að í Eyjum væru líka veitingahús í hávegum sem löðuðu að sér viðskiptavini af meginlandinu og úr víðri veröld.

Þetta þótti Finnanum afar merkilegt að heyra en sannfærðist fljótt um að engin tilviljun væri að orðspor veitingamanna Vestmannaeyja flygi um lönd og álfur þegar hann sjálfur hafði kynnt sér starfsemi Einsa kalda, Gott, Næs og Slippsins og tekið til matar síns.

Sjávarfang er fjársjóður Gulleyjunnar

Yfirskrift umfjöllunar á fimm blaðsíðum í tímaritinu Aromi er Aarresaari, sem þýðir bókstaflega Fjársjóðseyjan. Ættum við ekki þá ekki frekar að segja einfaldlega Gulleyjan? Þar með væri komin tilvísun í vinsælustu ævintýrasögu allra tíma eftir Skotann Robert Louis Stevenson. Gulleyjan hans var gefin út 1882 og er til í bókarformi á ótal tungumálum, þar á meðal á íslensku. Þá hefur sagan verið kvikmynduð yfir fimmtíu sinnum!

Tónninn í skrifum finnska blaðamannsins er þannig að fyrir honum var heimsóknin til Vestmannaeyja hreint ævintýri. Hann upplifði dvöl á sjálfri Gulleyjunni.

Saltfiskur á portúgalska vísu

Einar Björn Árnason, matreiðslumaður og eigandi Einsa kalda, sló í gegn með réttum sínum í kynningarveislu VSV Finland OY í Helsinki í nóvember 2022. Hann hefur verið sendiherra íslenskra sjávarafurða víðar um heiminn og alltaf skorað glæsimörk.

Í greininni í Aromi er sérstök athygli vakin á saltfiskinum sem eldaður væri og borinn fram á Einsa kalda í portúgölskum anda en með ívafi staðarins:

Fiskurinn hefur mismunandi eiginleika sem þarf að kalla fram á viðeigandi hátt. Það ferskasta er ekki alltaf best. Hráefni í suma rétti þarf til dæmis að geyma í kæli í nokkra daga áður en það er notað til að fá sem mest út úr því.

Nýir réttir eru prófaðir margoft og rækilega áður en þeir eru settir á matseðil Einsa kalda.

Hlýri í uppáhaldi

Finnski blaðamaðurinn fjallar ekki bara um matinn á Gott heldur nefnir líka samtímalist sem prýði veggi veitingastaðarins og íslenskan krosssaum sérstaklega.

Haft er eftir Berglindi Sigmarsdóttur og Sigurði Gíslasyni, eigendum Gott, að sjávarfangið fái þau frá sjávarútvegsfyrirtækjum í Vestmannaeyjum, lambakjöt frá bændum og náttúrulegt krydd úr görðum á Heimaey.

Sigurður upplýsir að hlýri sé í uppáhaldi hjá sér, feitur fiskur sem ilmi dásamlega. Hann ráðleggur lesendum að nota alltaf ferskt hráefni og gæta þess vel að ofelda aldrei fisk.

Galdur í Slippnum

Gísli Matt, matreiðslumaður og eigandi Slippsins/Næs, fer ótroðnar slóðir i matreiðslu og sækir innblástur víða. Kolagrillun á japanska vísu er til að mynda nefnd í umfjölluninni.

Slippurinn var stofnaður 2012 og er einungis opinn á sumrin. Handan götunnar er Næs, nýlegt „bistro“ – systurstaður Slippsins. Næs veitingastaður er opinn árið um kring og flaggar matseðli með alþjóðlegum tónum, einkum ítölskum.

Gísli heldur upp á þorsk og sækir hráefni veitingastaða sinna eftir atvikum á heimaslóð hvort heldur er úr sjó eða af landi: fiskur, lamb, fugl, kryddjurtir:

Ég er alinn upp í útgerðarfjölskyldu og vandist því að fást við allar tegundir sjávarfangs. Við vitum oft ekki í byrjun dags hvað við fáum af fiskmörkuðum og spilum eftir því eftir eyranu í eldhúsinu hverju sinni.

Við matreiðslugaldra fæst ég í Slippnum en í Næs elda ég frekar eins og heima hjá mér.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst