Í gær opnaði bráðskemmtileg myndistasýning í Einarsstofu í Safnahúsi. Um er að ræða sýningu allflestra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnistökin eru saga Vestmannaeyja. Sýningin er hluti af dagskrá 100 kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar.
Hver bekkur hefur sitt þema Fyrsti bekkur: Húsin í bænum. Annar bekkur: Þrettándatröll. Þriðji bekkur. Þjóðhátíð. Fjórði bekkur: Eyjafólk. Fimmti bekkur: Lundinn og lundapysjur. Sjötti bekkur: Eldgosin. Sjöundi bekkur: Tyrkjaránið. Áttundi til tíundi bekkur: Sjómennska.
Sýningin verður uppi til 19. febrúar nk. og er aðgengileg á opnunartíma safnahúss.
Okkar maður Óskar Pétur var á staðnum og tók myndirnar hér að neðan á opnuninni. Myndband frá opnuninni má einnig sjá hér að ofan en það tók Halldór B. Halldórsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst