Allir grunnskólanemar í Eyjum með sýningu í Einarsstofu

Í gær opnaði bráðskemmtileg myndistasýning í Einarsstofu í Safnahúsi. Um er að ræða sýningu allflestra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnistökin eru saga Vestmannaeyja. Sýningin er hluti af dagskrá 100 kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar.

Hver bekkur hefur sitt þema Fyrsti bekkur: Húsin í bænum. Annar bekkur: Þrettándatröll. Þriðji bekkur. Þjóðhátíð. Fjórði bekkur: Eyjafólk. Fimmti bekkur: Lundinn og lundapysjur. Sjötti bekkur: Eldgosin. Sjöundi bekkur: Tyrkjaránið. Áttundi til tíundi bekkur: Sjómennska.

Sýningin verður uppi til 19. febrúar nk. og er aðgengileg á opnunartíma safnahúss.

Okkar maður Óskar Pétur var á staðnum og tók myndirnar hér að neðan á opnuninni. Myndband frá opnuninni má einnig sjá hér að ofan en það tók Halldór B. Halldórsson.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.