Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna fundaði í dag 9. júní. Á fundinum var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun og áskorun:
„Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum tekur undir ályktun kjördæmisráðs og krefur formann Sjálfstæðisflokksins um efndir þess að Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti kjördæmisins verði ráðherra. Þann 28.maí síðastliðinn voru liðnir 18 mánuðir frá því ný ríkisstjórn tók til starfa. Því er ljóst að formaðurinn hefur ekki staðið við gefin fyrirheit. Við skorum á hann að bæta úr því strax.”
Vestmannaeyjum 9.júní
Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum.
Mynd: Guðrún Hafsteinsdóttir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst