Fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins er framundan í Eyjum en The Puffin Run verður haldið í sjöunda sinn á laugardaginn.
Magnús Bragason, er einn af forsprökkum hlaupsins. Hann segir í samtali við Eyjar.net að skráðir keppendur sé 1.370 sem er metþátttaka.
„Búist er við að yfir 2.000 manns komi til Vestmannaeyja um helgina vegna viðburðarins. Meðal þeirra eru margir af bestu hlaupurum landsins ásamt 200 erlendum keppendum. Tugir þeirra eru að koma til landsins eingöngu til að taka þátt í hlaupinu.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tekur þátt og mun auk þess ræsa keppendur. Rásmark er á Nausthamarsbryggju og verða keppendur ræstir út í 80 hlaupara hópum á mínútu fresti. Fyrsti hópur fer af stað klukkan 12:15. Gaman væri að fá sem flesta til að fylgjast með og er þá best að vera sunnan við Vigtartorg.
Hlaupið er rangsælis umhverfis Heimaey og verður áhugavert að sjá keppendur t.d. á Hamrinum og austan við Helgafell.
Þau fljótustu eru að koma í mark um kl.13:30 og er þá gott að fylgjast með á nýju trépöllunum við Nausthamarsbryggju. Verðlaunaafhending verður á bílastæði við Fiskiðju kl.15:15.
Undirbúningsvinna er á fullu og eru 200 starfsfólk að starfa við hlaupið á keppnisdegi. En það hefur fengið mikið lof undanfarin ár fyrir góða brautarverði.“




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.