Forseti Íslands tekur þátt
gudni_th_puffin_run_ads
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands hleypur í The Puffin Run. Ljósmyndir/aðsendar

Fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins er framundan í Eyjum en The Puffin Run verður haldið í sjöunda sinn á laugardaginn.

Magnús Bragason, er einn af forsprökkum hlaupsins. Hann segir í samtali við Eyjar.net að skráðir keppendur sé 1.370 sem er metþátttaka.

„Búist er við að yfir 2.000 manns komi til Vestmannaeyja um helgina vegna viðburðarins. Meðal þeirra eru margir af bestu hlaupurum landsins ásamt 200 erlendum keppendum. Tugir þeirra eru að koma til landsins eingöngu til að taka þátt í hlaupinu.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands tekur þátt og mun auk þess ræsa keppendur. Rásmark er á Nausthamarsbryggju og verða keppendur ræstir út í 80 hlaupara hópum á mínútu fresti. Fyrsti hópur fer af stað klukkan 12:15. Gaman væri að fá sem flesta til að fylgjast með og er þá best að vera sunnan við Vigtartorg.
Hlaupið er rangsælis umhverfis Heimaey og verður áhugavert að sjá keppendur t.d. á Hamrinum og austan við Helgafell.
Þau fljótustu eru að koma í mark um kl.13:30 og er þá gott að fylgjast með á nýju trépöllunum við Nausthamarsbryggju. Verðlaunaafhending verður á bílastæði við Fiskiðju kl.15:15.
Undirbúningsvinna er á fullu og eru 200 starfsfólk að starfa við hlaupið á keppnisdegi. En það hefur fengið mikið lof undanfarin ár fyrir góða brautarverði.“

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.