Menntamálastofnun hefur gefið öllum börnum sem eru fædd 2018-2020 bókina “Orð eru ævintýri”. Í síðustu viku fengu börn í Vestmannaeyjum bókina að gjöf. Um er að ræða myndabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum.
Bókin er einnig til á rafrænu formi hér. Það geta því allir foreldrar og börn nýtt sér bókina, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar.
Leikskólarnir Kirkjugerði, Sóli og Víkin fengu einnig bækur að gjöf og verða þær notaðar til málörvunar með börnum í leikskólunum. Við vonum að bókin verði vel notuð á öllum heimilum og foreldrar og börn geta notið þess að lesa saman og læra ný orð. Börnin voru spennt að fara heim með bækurnar og fræðast meira og leikskólakennarar nú þegar byrjaðir að nýta bókina.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst