Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum
Verður á súpufundi í Ásgarði á laugardag klukkan 12.
Guðrún Hafsteinsdóttir

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.

Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á Guðrúnu, en ekki síður á Sjálfstæðismönnum í Eyjum. Einar Björn, hinn eini sanni, græjar súpu og dásamlegt brauð með og boðið verður upp á kaffi og kruðirí eftir það.  Fundurinn hefst klukkan 12.00 á súpu og brauði og fljótlega upp úr því tekur Guðrún til máls.  Hlökkum til að sjá sem flesta í Ásgarði og minnum á að allir eru velkomnir, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.