Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Búast má við talsverðri sjókomu og takmörkuðu skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrengslum. Staðbundar samgöngutruflanir líklegar. Viðvörunin fyrir Suðurland tók gildi í dag, 29 nóv. kl. 12:00 og gildir hún til morguns, 30 nóv. kl. 05:00.
Þá sendi Herjólfur ohf. út ábendingu til farþega á þriðja tímanum í dag. Þar er farþegum sem ætla sér að ferðast með ferjunni í kvöld góðfúslega bent á að spá hefur tilkynna hækkandi ölduhæð við Landeyjahöfn. Allar ferðir eru þó á áætlun en ef gera þarf breytingu þá gefur skipafélagið það út um leið og það liggur fyrir.
Hvað varðar siglingar fyrir sunnudag og mánudag þá hefur spá tilkynna að aðstæður til siglinga í Landeyjahöfn eru ekki hagstæðar. Tilkynning vegna siglinga á sunnudag verður gefin út fyrir kl. 06:00 á sunnudagsmorgun. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni (Landeyjahöfn/Þorlákshöfn).
Á mánudag (fullveldisdagurinn):
Austan og norðaustan 8-15 m/s, en 15-20 m/s við suðausturströndina. Rigning eða slydda á austanverðu landinu, en annars dálitlar skúrir eða él. Hiti víða 0 til 5 stig, en sums staðar vægt frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi.
Á þriðjudag:
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast suðaustanlands. Dálítil él víða um land, en yfirleitt þurrt og bjart á Suður- og Vesturlandi. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.
Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustlæg átt og él víða um land, en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost víða 0 til 5 stig.
Á föstudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustanátt með snjókomu eða éljum og svölu veðri.
Spá gerð: 29.11.2025 08:18. Gildir til: 06.12.2025 12:00.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst