Gúndi og Trausti hætta hjá Hafnareyri
Gúndi og Trausti, menn á tímamótum.

„Á dögunum hætti Guðmundur Jóhannsson, eða Gúndi í Eyjaís að vinna hjá fyrirtækinu, hann hefur svo sannarlega skilað sínu og rúmlega það enda starfað samfleytt frá árinu 1986 þegar Eyjaís var byggt,“ segir á FB-síðu Hafnareyrar ehf.  sem er þjónustufyrirtæki til sjós og lands í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um er að ræða löndunarþjónustu, frystigeymslur og umsjón fasteigna. Er Gúnda þakkað samstarfið og góðs gengis.

Á myndinni má sjá Trausta Hjaltason framkvæmdastjóra, Hafnareyrar afhenda Guðmundi úr í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Sjálfur er Trausti að hætta hjá Hafnareyri.

 

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.