Fyrir bæjarstjórn í síðustu viku lá endurskoðuð fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir nýjum samningum við kennara. Gert er ráð fyrir hagræðingu upp á 68,6 milljónir en áætlað er að heildarkostnaður Vestmannaeyjabæjar vegna fyrrgreindra kjarasamninga liggi nærri 67 milljónum króna.
�?etta kemur í framhaldi af því að bæjarstjórn ákvað að fresta afgreiðslu fjárhagsáætlunar vegna samninga við kennara í byrjun desember. Til að mæta þeim var ákveðið að leita leiða til hagræðingar og voru tillögur þar um lagðar fram á fundinum. Í þeim felst hagræðing í rekstri upp á um 42,9 milljónir auk þess sem tekjur verða auknar um 25,7 milljónir. Samtals gera þetta um 68,6 milljónir.
Tillögurnar gera ráð fyrir að framlag til opinna svæða lækki um 6 milljónir og að 5 milljónum minna verði varið í niðurrif húsa.
Hækka á gjaldskrá sundlaugar á stökum miðum úr 600 krónum í 900 krónur en verð forsölukorta og árskorta verður óbreytt.
Hækka á útsvarsprósentu úr 14,36% í 14,46% og á það að skila 15 milljónum. Skólamatur hækkar úr 457 kr. í 485 kr. fyrir börn í fyrsta til sjötta bekk og úr 518 kr. í 549 kr. hjá sjöunda til tíunda bekk.
Vegna hærra verðs á íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum undanfarin ár hafa fasteignagjöld hækkað verulega vegna hækkunar á fasteignamatsverði. �?ví taldi bæjarstjórn ekki ráðlegt að breyta álagningu vegna íbúðarhúsnæðis. Hinsvegar var lagt til og samþykkt að önnur fasteignagjöld verði hækkuð úr 1,55% í 1,65% sem á að skila 9 milljónum.
Hækkun verður á gjaldskrá vegna tónlistanáms fullorðinna þannig að þeir borgi 10% hærri gjöld en börn.
Í almennum rekstri verður hagrætt um 7,2 milljónir. �?á var ákveðið að miðað verði við hámarksviðmið þannig að í fyrsta til þriðja bekk og fimmta bekk verði 22 nemendur en 25 nemendur í öðrum árgöngum. Við þetta fer meðalfjöldi í bekk úr 17 í 19 nemendur.
Undir þetta rituðu allir bæjarfulltrúarnir sjö og var tillagan samþykkt samhljóða en bæjarstjórn áréttaði að breyting á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 hefur ekki áhrif á ákvarðanir um þjónustuaukningu svo sem frístundastyrk, heimagreiðslur, fjölgun leikskólaplássa o.fl.
Niðurstöður fjárhagsáætlunar ársins 2017
Samkvæmt áætluninni verða tekjur sveitarsjóðs 3,8 milljarðar og gjöld alls fyrir fjármagnsliði 3,75 milljarðar. Rekstrarniðurstaða er jákvæð um 53 milljónir, veltufé frá rekstri 482 milljónir, afborganir langtímalána kr. 26,75 milljónir og handbært fé í árslok verður 2 milljarðar og 867 milljónir.
Hagnaður Hafnarsjóðs verður 39 milljónir, Fráveitu 794 þúsun. Félagslegar íbúðir, Náttúrustofa Suðurlands, Hraunbúðir og Heimaey �?? kertaverksmiðja eru öll gerð upp á núlli.
Veltufé frá rekstri verða 141 milljónir og afborganir langtímalána 29 milljónir króna.
Fjárhagsáætlun
samstæðunnar
Tekjur alls eru 4 milljarðar og 625 milljarðar, gjöld alls 4 milljarðar og 128 milljónir, rekstrarniðurstaða er jákvæð um 93 milljónir, veltufé frá rekstri 623 milljónir, afborganir langtímalána 56 milljónir og handbært fé í árslok verður 2 milljarðar og 867 milljónir króna.
Fjárhagsáætlun ársins 2017 var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.