Heildartjón nálægt 1,5 milljörðum
7. júní, 2024
vatn_logn_08_op
Vatnslögnin milli lands og Eyja skemmdist á síðasta ári og enn er ekki útséð með viðgerð á henni. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöðinni og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögninni verði að fullu bætt en eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380-1.485 m.kr.

Þetta kom fram á fundi bæjaráðs Vestmannaeyja í fyrradag. Í fundargerðinni segir einnig að jafnframt sé stjórn og eigendum Vinnslustöðvarinnar aftur boðið upp á að ræða bótakröfu áður en málshöfðun fer af stað, en því var hafnað á fyrri stigum málsins.

Það er hlutverk bæjarstjórnar að reyna eftir fremsta megni að tryggja það að tjónið lendi ekki á íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum sem notendum vatnsveitunnar.

Í niðurstöðu bæjarráðs segir að ráðið lýsi yfir vonbrigðum með að Vinnslustöðin hafi ekki viljað samtal um sanngjarnar bætur fyrir það tjón sem fyrirtækið er ábyrgt fyrir og þá stöðu sem upp er komin. Því er þetta eina leið Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna til að fá tjónið bætt svo að það lendi ekki á notendum vatnsveitunnar í Eyjum, þ.e. íbúum og fyrirtækjum. Enn hefur félagið tækifæri til að taka samtalið.

https://eyjar.net/tjonid-haerra-en-tryggingabaetur/

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.