Í blaði Eyjafrétta sem kemur út í dag
„Inni í klefa datt allt í dúnalogn. Þannig vil ég hafa það, tökum á því og erum svo vinir,“ segir Sigurður um móralinn í liðinu og þann árangur sem þeir náðu. Í kjölfarið varð mesta hneyksli frá upphafi í vali íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2018. Þar var bæði gengið fram hjá karlaliði ÍBV og Arnari Péturssyni þjálfara. Fundu heldur Íslending sem þjálfaði í Svíþjóð og hefur lítið heyrst eða sést til síðan. Lið ársins voru golfarar sem unnu áhugamannamót á Englandi.
Meiri gat svívirðan ekki orðið og síðan hefur sá sem þetta skrifar ekki horft á útsendingu frá afhendingunni. Óskar öllum sem hafa fengið viðurkenningar til hamingju og þakkar þeim sem þó greiddu karlaliði ÍBV í handbolta og Arnari atkvæði. Hinir sitja uppi með skömmina og sýndu að góður árangur er ekki góður nema hann lendi á réttum stað.
Nánar í ítarlegu viðtali við Sigurð Bragson, leikmann, þjálfara í handbolta hjá ÍBV og trillukarl.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst