ÍBV-íþróttafélag - Handknattleiksráð segir af sér
Ljósmynd: ÍBV

Ólga er innn ÍBV-íþróttafélags eftir að stjórn handknattleiksdeildar sagði af sér. Lýsir hún vantrausti á aðalstjórn í yfirlýsingu sem er undirrituð af Grétari Þór Eyþórssyni formanni.

Þar er mótmælt einhliða ákvörðun aðalstjórnar um að skipta tekjum félagsins, 65 prósentum til fótboltans og 35 prósentum til handboltans. Segir stjórn deildarinnar að allri viðleitni hennar til að sátta hafi verið hafnað af aðalstjórn.

Yfirlýsingin í heild sinni:

Yfirlýsing frá fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags

 

Þurfum sátt sem byggir á réttlæti

 

 

Aðalstjórn ÍBV  ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára.  Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst enga skoðun og vissi ekki af gildandi reglum í félaginu á sama tíma.  Þá hefur þetta mál ekki verið til skoðunar innan félagsins s.s af fulltrúaráði eða hinum almenna félagsmanni sem er rétti vettvangurinn.

Þá ætlar aðalstjórn að leggja fram tillögu að nefnd til úrlausnar þessa ágreinings á aðalfundi.  Handknattleiksráð hefur ekki lagst gegn skipan nefndar um hvaða málefni  sem  en krefst þess að aðallstjórn dragi til baka þessa ákvörðun  áður  en nefndir eru skipaðar enda augljóslega um ólögmæta og rangláta ákvörðun að ræða.

Aðalstjórn hefur ítrekað hafnað þessari beiðni handknattleiksráðs og hyggst nú reyna að troða sínu ranglæti í gegn á aðalfundi félagsins í skjóli þess að fá meirihluta þar.  

Það sem liggur hins vegar skýrt fyrir og þarf enga nefnd þar til er að við í fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags munum ekki starfa fyrir félagið nema á jafnréttisgrundvelli.

Okkar  skilaboð til aðalstjórnar eru þau sömu og hafa verið.  Dragið ákvörðunina til baka og síðan skulum við setjast niður.

 

F.h. fyrrum handknattleiksráðs ÍBV Íþróttafélags

 

Grétar Þór Eyþórsson, fyrrum formaður

 

 

 

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.