ÍBV safnar liði

ÍBV hefur náð samkomulagi við bandaríska leikmanninn Ameera Hussen að leika með liðinu á komandi leiktíð í efstu deild kvenna. Ameera er 22 ára leikmaður sem kláraði tímabilið í Washington háskóla í nóvember.

Hún hefur leikið í fimm ár með háskólanum og var í vor valin í besta lið Pacific-region á lokahófi deildarinnar. Ameera leikur sem miðjumaður og bindur félagið miklar vonir við leikmanninn fyrir tímabilið.

Fyrir áramót framlengdi Guðný Geirsdóttir samning sinn við ÍBV og mun leika með liðinu næstu tvö árin. Guðný hefur leikið 28 leiki með meistaraflokki ÍBV en hún er markvörður og lék einnig 11 leiki með Selfyssingum á síðustu leiktíð, þar sem hún var á láni.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.