Það var í mörg horn að líta hjá lögreglu í vikunni sem leið og má m.a. nefna verkefni er varðar innbrot, eignaspjöll og ölvun við akstur. Þá sinnti lögreglan að vanda hinum hefðbundnu verkefnum við að aðstoða borgarana. Þrjú eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni sem leið. Rúða var brotin í vinnuvél sem var í Skansfjöru en hún hafði verið brotin með því að kasta grjóti í hana. Þá var bjórflösku hent í bifreið sem stóð við Faxastíg 36 þannig dæld kom í bifreiðina. Talið er að þessi tvö atvik hafi átt sér stað að kvöldi 9. júní sl. eða aðfaranótt 10. júní sl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst