Kjartan Másson - Engin helvítis ævisaga
22. desember, 2022

Kjartan Másson, Eyjamaður með meiru er viðfangsefnið í bókinni – Engin helvítis ævisaga sem inniheldur aragrúa af skondnum og litríkum sögum sem Sævar Sævarsson hefur safnað saman frá ferli Kjartans Mássonar sem knattspyrnuþjálfari, leikfimi- og sundkennari og vallarstjóri í Keflavík. Það gustaði gjarnan af Kjartani enda var harður í horn að taka og fór ótroðnar slóðir. Með frásögn sinni nær höfundur að veita lesendum innsýn í þá manngerð sem sögupersónan hefur að geyma. Var hann ósanngjarn og voru leiðirnar sem hann fór jafnvel galnar eða var hugsanlega tilgangur og markmið með þessu öllu?

Látum fylgja tvær sögur:

Æfingarnar á Mánagrund

Áður en fótboltahallir komu til sögunnar var oft erfitt að halda úti hefðbundnum fótboltaæfingum yfir vetrartímann. Eitthvað var um að lið væru með gervigrasvelli, hægt var að æfa á malarvöllum þegar frostlaust var í jörðu og þá var stöku sinnum æft á parketfjölum íþróttahúsa, svo kallaðan innanhúsfótbolta. Útihlaup voru auðvitað nokkuð tíð enda veturinn sá tími sem nýttur var í að byggja upp þrek og úthald fyrir komandi átök. Rétt fyrir utan efri byggðir Keflavíkur er hesthúsabyggð sem ber nafnið Mánagrund. Þar var reiðhöll sem Kjartani þótti stórsniðugt að nýta  fyrir fótboltaæfingar yfir vetrartímann, bæði fyrir 2. flokk félagsins og meistaraflokk.

 

Kjartan lét auðvitað ekki nægja að láta drengina æfa fótbolta inni í reiðhöllinni heldur lét hann þá taka útihlaupin samhliða. Var þá hlaupið frá búningaaðstöðu liðsins sem staðsett var í kjallara sundlaugarinnar og aftur til baka að æfingu lokinni, samtals um 7 km. Aðeins hluti leiðarinnar var upplýstur á þessum tíma, það er að segja sá hluti sem var innan bæjarmarkanna. Hinn hluti leiðarinnar var mói, urð, grjót og reiðvegur merktur hófaförum. Kjartan gaf lítið fyrir kvartanir leikmanna sem töldu hætturnar á því að þeir myndu misstíga sig og snúa ökkla miklar. Taldi hann hlaup í slíkum aðstæðum þvert á móti styrkja ökklana auk þess sem hlaupin ykju bæði þrek og styrk manna.

 

Þar sem æfingarnar voru yfirleitt að vetrarlagi hlupu menn í kolniðarmyrkri. Auk myrkurs gerði vetrarkuldinn, rokið og snjókoma mönnum erfitt fyrir. Reglulega var snjór vaðinn upp á hnjám þegar farið var yfir móann. Menn reyndu að hlaupa sem mest í hópum en svo mikill var snjóbylurinn eina æfinguna að einn og einn tóku að heltast úr lestinni og týnast. Snorri Már Jónsson, varnarmaður og síðar þjálfari, var einn þeirra sem villtist af leið. Þegar nokkuð var liðið á hlaupið fann hann skyndilega fyrir hlýum og kraftmiklum andardrætti mæta sér. Taldi hann víst að hann hefði hitt fyrir liðsfélaga sinn á leiðinni en þegar betur var að gáð reyndist hann hafa hlaupið í fasið á hestastóði.

 

Svipaða sögu má segja þegar 2. flokkur hélt til æfinga í hesthúsunum nokkrum árum síðar. Svo mikið var rokið og frostið að menn máttu hafa sig alla við að komast úr sporunum. Þurftu leikmenn að skríða á fjórum fótum hluta leiðarinnar en komust þó allir á leiðarenda, svo vitað sé. Einum leikmannanna var mikið niðri fyrir þegar hann komst loksins inn í reiðhöllina. Tjáði hann Kjartani að það væri náttúrulega ekki boðlegt að hlaupa í svona veðravíti. Ekki stóð á svarinu. „Þetta er ekki neitt – þegar ég þjálfaði í Eyjum tókust menn á loft svo mikið var rokið. Einn leikmaður fauk meira að segja yfir gaddavírsgirðingu!“

 

„Þú lætur Hrafnkel skera þig upp báðum megin“

Eins og með marga íþróttamenn settu meiðsli talsvert strik í reikninginn hjá Kristni Guðbrandssyni og var ferill hans svolítið litaður af þeim. Eitt árið lenti Kristinn í því að kviðslitna í lok tímabilsins. Rétt áður en kom að aðgerðinni sem framkvæma átti um haustið kallaði Kjartan hann til fundar við sig. „Kiddi, þú lætur Hrafnkel skera þig upp báðu megin.“ Kristinn skildi nú ekki alveg ástæðuna fyrir því en ekki stóð á svarinu: „Jú, þú sást hvað gerðist fyrir Gunna Odds og Óla Þór. Þeir slitu báðir fyrst öðru megin og árið eftir slitu þeir hinu megin. Það er því eina vitið að láta Hrafnkel skera þig upp báðum megin í einu.“ Með þessi skilaboð fór Kristinn í aðgerð til Hrafnkels Óskarssonar læknis sem hristi bara hausinn og sagði: „Kristinn, ef það springur á vinstra framdekkinu á bílnum þínum – skiptir þú þá líka um hægra framdekkið?“

 

 

 

Mynd Stefán Jónsson  úr Keflavík en myndir hans glæða bókina lífi og gera hana um leið einstaklega eigulega.

 

Um höfund:

Sævar Sævarsson er borinn og barnfæddur Keflvíkingur, þar sem hann er búsettur í dag ásamt eiginkonu og tveimur börnum. Sævar er lögfræðingur að mennt og starfar sem aðstoðar framkvæmdarstjóri Blue Car Rental ehf. Á sínum yngri árum lék Sævar körfuknattleik með Keflavík, þar sem hans helstu afrek voru að verma varamannabekkinn. Hann lék einnig með Breiðabliki og Njarðvík. Sævar kemur að umfjöllun um körfuknattleik í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð2 Sport en þar er hann einn af hinum svokölluðu sérfræðingum.

Kjartan Másson – engin helvítis ævisaga er önnur bók Sævars en árið 2020 gaf hann út bókina Minningin um minkinn sem fjallaði um bandarískan körfuboltamann sem lék með Keflavík í þrjár vikur en skildi eftir sig minningar sem lifðu að eilífu.

 

 

 

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst