Það verður líf og fjör í bænum á fimmtudag og föstudag nk.
Á fimmtudagskvöldið verður kósý kvöld í Póley þar sem boðið verður upp á kynningu á Vera design ásamt tilboðum, happdrætti og léttum veitingum. Sama kvöld fagnar Skvísubúðin 15 ára afmæli sínu og verður einnig boðið upp á afslætti og afmælisgleði í tilefni dagsins.
Á föstudaginn heldur Heimadecor áfram gleðinni með afsláttum, veitingum og tilboðum. Þá mætir einnig Keramik listakona á staðinn og sýnir verk sín.
Kvöldinu lýkur svo með því að jólabjórinn lendir á Brothers Brewery, en þar má búast við góðri stemningu og hátíðlegum yfirbrag.
Um að gera að skella sér í bæinn, nýta sér afslætti og ná sér í smá hátíðarstemningu í leiðinni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst