Í dag laugardaginn 10. júní 2023 klukkan ca. 11:35 verður vígsla fyrstu gönguleiðar “Brúkum bekki”. Vígslan verður við upphaf göngustígs sunnan við Hamarskóla, Hraunbúðarmegin.
„Að brúka bekki“ er samfélagsverkefni sem Félag sjúkraþjálfara til að hvetja til aukinnar hreyfingar. Verkefnið felur í sér að setja upp 1 km gönguleiðir sem henta eldri borgurum og öðrum sem lakir eru til gangs. Á gönguleiðunum eru bekkir á um 250 metra millibili sem er hægt að hvíla sig.
Fyrsta gönguleiðin er frá Hraunbúðum, um göngustíg sunnnan við Hamarskóla, uppá Spyrnubraut of aftur niðureftir. Önnur gönguleið er fyrirhuguð á miðbæjarsvæði bæjarins.
Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir og Anna Hulda Ingadóttir ásamt Félag sjúkraþjálfara og Vestmannaeyjabæ sáu til þess að þetta verkefni kæmi líka til eyja. Kvennfélagið Heimaey gefur fyrstu 5 bekkina til verkefnisins til Vestmannaeyjabæjar í tilefni að 50 ára afmæli kvennfélagsins.
Kortið sýnir leiðina.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.