Hann var langþráðurinn sigurinn hjá karlaliði ÍBV í Olísdeildinni í dag. Liðið vann öruggan sigur á HK, 30:24. Eyjamenn lyftu sér þar með í 7. sæti deildarinnar með 11 stig en HK situr í á botninum með 4 stig. ÍBV hóf leikinn mun betur höfðu 5 mörk yfir eftir kortersleik og héldu áfram að auka forskot sitt. Í hálfleik ar staðan 18-7 fyrir ÍBV.
Bilið hélt áfram að aukast á upphafsmínútum síðari hálfleiks og á 35. mínútu var staðan 9:21 Eftir 40 mínútur var staðan 11:23. HK tók þá aðeins við sér og minnkaði muninn í 16:24. Gunnar Magnússon þjálfari ÍBV sá þá ástæðu til að taka leikhlé þar sem hans menn höfðu greinilega slakað heldur mikið á. HK hélt áfram að laga stöðuna sem var 19:26 þegar 10 mínútur voru eftir og í 21:26 tveimur mínútum síðar. Nær komust Kópavogsbúar ekki og ÍBV innbyrti afar sannfærandi sigur.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 11, Guðni Ingvarsson 5, Andri Heimir Friðriksson 5, Einar Sverrisson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Magnús Stefánsson 1, Grétar Eyþórsson 1.