Líf og fjör á Víkinni
eldgosatilraun-vikin_vestm_is_cr
Eldgosatilraun nemenda Víkurinnar. Ljósmynd/vestmannaeyjar.is

Það er fjölbreytt dagskrá hjá börnunum á Víkinni. Víkin er deild fyrir fimm ára börn, sem er til húsa í Hamarsskóla. Á vef Vestmannaeyjabæjar er farið yfir starfið síðastliðinn mánuð. Þar kemur eftirfarandi fram.

Eldgosaþema

Í janúar er eldgosaþema í Víkinni. Í þeirri vinnu fræðast nemendur um eldgosið á Heimaey árið 1973. Fræðslan er fólgin í því að við tölum um eldgosið í Eyjum, lesum bækur um það og horfum á myndbönd um gosið. Hver deild gerir stórt samvinnuverkefni sem er risa stórt eldfjall, ásamt því að hver og einn fær að skapa mynd/listaverk tengt gosinu.

Þann 23. janúar sl. þegar 51 ár var frá því að eldgos hófst hér á Heimaey gerðum við eldgosatilraun með nemendum Víkurinnar, með því að við helltum mentos í sykurlaust kók, sem svo gaus. þetta var svo gaman.

Bóndadagur

Í tilefni af bóndadeginum 26. janúar sl. gerðu nemendur mjög skemmtilega bóndadagsgjöf handa feðrum sínum. Þau teiknuðu mynd af sér með pabba sínum, máluðu ramma um hana og svöruðu nokkrum spurningum um pabba sinn , sem voru svo settar aftan á rammann.

Þetta var ekki allt því stúlkurnar í Víkinni dekruðu svo við drengina með því að baka vöfflur fyrir þá. Það var mikil gleði, fjör og ánægja með kaffitímann þann daginn og eru strákarnir strax farnir að spyrja hversu langt sé í konudaginn svo þeir geti gert eitthvað skemmtilegt fyrir stelpurnar.

Fleiri myndir frá Víkinni má sjá hér.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.