Næsta laugardag 18. febrúar nk. kl. 15.00-16.30 verða sýndar ljósmyndir úr mannamyndasafni Sigugeirs í Skuld í Viskusalnum á jarðhæð Strandvegs 50. �?etta verður myndasýning á stóru tjaldi og verður farið yfir um 300 ljósmyndir sem valdar voru af handahófi og eru flestar teknar á árunum 1960-2000.
Sigurgeiri til halds og traust eins og á fyrri myndasýningum verða þeir Kári Bjarnason og Arnar Sigurmundsson. Fyrri ljósmyndasýningar Sigurgeirs hafa verið mjög vel sóttar og þar hefur verið farið um víðan völl. Nú er komið að mannamyndum úr safni Sigurgeirs. Ljósmyndasýningar Sigurgeirs í Viskusalnum er samstarfsverkefni Safnahúss og Visku og er ókeypis á sýninguna.