Í síðustu viku lauk rannsóknarleiðangri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar þar sem leitað var loðnu á stóru svæði austur af landinu. Leitin bar ekki tilætlaðan árangur, engin viðbótarloðna fannst og því telur Hafrannsóknarstofnun ekki forsendur fyrir því að leggja til auknar veiðiheimildir. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir ekki áformað að leita meir að loðnu að svo stöddu nema sérstakt tilefni verði til og fréttir berist af nýjum göngum. Togararall verði næsta verkefni rannsóknarskipanna.
www.ruv.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst