„Sigurður var að koma með tæp 1600 tonn af makríl.“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir/Eyjar.net er Sigurður VE var nýkominn til Eyja í dag. Eyþór segir veiðina hafa verið frekar dræma fyrstu vikuna í ágúst en það hafi lagast síðustu daga í íslensku lögsögunni þar sem góður makríll fannst.
Aðspurður um hin uppsjávarskip Ísfélagsins segir hann að Heimaey sé að koma á miðin í kvöld þar sem Álsey er að veiðum. Suðurey er að landa á Þórshöfn 670 tonnum. „Ísfélagið er búið að veiða rúm 7000 tonn og á 9000 tonn eftir óveidd, en við reiknum með að geta stundað makrílveiðar fram í fyrstu dagana í september.“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst