Margt bendir til þess að Vestmannaeyjalistinn haldi áfram
4. desember, 2013
Kosið verður til bæjarstjórnar 31. maí í vor. Enn er ekkert ákveðið með framboð í Vestmannaeyjum og heldur er rólegt yfir vötnum enn sem komið er. �?að mun þó styttast í að línur fari að skýrast. Vestmannaeyjalistinn, sem er í minnihluta í bæjarstjórn, heldur fund á morgun þar sem línur verða lagðar fyrir slaginn framundan. Sjálfstæðismenn, sem hafa haft hreinan meirihluta síðustu tvö kjörtímabil, hafa enn ekki ákveðið lista en ljóst er að einhverjar breytingar verða í efstu sætum listans þar sem sama fólkið hefur verið frá árinu 2006. Framsókn hefur enn ekki ákveðið hvort þeir fara fram sér eða í samstarfi við Vestmannaeyjalistann.
Pétur Fannar Hreinsson, formaður Vestmannaeyjalistans, sem er sameiginlegur vettvangur Samfylkingar, Vinstri grænna og óháðra í bæjarstjórn Vestmannaeyja, með þrjá menn, segir að línur skýrist á morgun. �??Við sendum út bréf í haust til að kanna áhuga fólks á áframhaldandi samstarfi. Á morgun verðum við með fund og þá kemur þetta í ljós. Annað er ekki að frétta hjá mér,�?? sagði Pétur.
Vestmannaeyjalistinn lifir
�?að eru þó allur líkur að að Vestmannaeyjalistinn haldi áfram að starfa. Jórunn Einarsdóttir, sem leiðir listann, sagði í morgun að hún vildi bíða fundarins áður en hún tjáði sig um stöðuna. �??Við erum þó hvergi nærri hætt og erum að búa til hóp,�?? sagði Jórunn. �??Við höfum fengið til liðs við okkur mjög öflugt fólk þannig að ég er mjög bjartsýn. �?ú færð engin nöfn fyrr en eftir fundinn. Hvað mig sjálfa varðar þá er ég enn að melta það hvort ég held áfram eða ekki. �?að er ekki bara mitt að ákveða það.
Nánar í vikublaði Eyjafrétta.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst