Á aðalfundi Á.t.V.R. þann 28. maí sl. var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa: Rúnar Ingi Guðjónsson, formaður, Petra Fanney Bragadóttir, varaformaður, Hjördís Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, ritari og Ófeigur Lýðsson, samfélagsmiðlar.
Í tilkynningu frá félaginu segir að félagið undirbúi nú fjölbreytta dagskrá fyrir komandi starfsár. Þar má nefna regluleg söngkvöld, spilavist/spilakvöld, stuðningsmannakvöld með ÍBV í febrúar, aðventukvöld í desember, árlegu Eyjamessuna með goskaffi í janúar og Lundakvöld í samstarfi við Ölhúsið og Fjörukránna í Hafnarfirði.
Stjórnin hyggst jafnframt efla þátttöku yngri félagsmanna og mun skoða möguleika á eyjatónleikum næsta vetur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um fastalandið. Erum alltaf að taka á móti skráningum á Facebook síðu félagsins, messenger og í tölvupósti atthagafelag.eyjar@gmail.com.
Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu (Á.t.V.R.) hefur þann megin tilgang að styrkja tengsl Eyjamanna sín á milli og við heimabyggðina. Félagið stendur fyrir margvíslegum viðburðum sem stuðla að samveru, menningu og gleði Eyjamanna og þeirra sem vilja tengjast samfélagi þeirra á höfuðborgarsvæðinu og á fastalandinu öllu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst