Vestmannaeyjabær hefur gert 10 ára samning við Efnisvinnslu Vestmannaeyja ehf. um rekstur efnisvinnslu á svæði AT-2. Samningurinn tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að félagið fái heimild til vinnslu og sölu á malarefni, þar sem lögð verði sérstök áhersla á öryggi og umhverfisvernd í allri starfsemi.
Samningurinn tryggir reglulegt eftirlit og skýrar kröfur um leyfi, öryggismál og rekstrarskilyrði. Efnisvinnsla Vestmannaeyja ehf. mun annast allan rekstur og uppsetningu búnaðar á svæðinu, segir að endingu í fréttinni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst