„Í öllum krísum felast vissulega tækifæri. En það að henda frá sér handklæðinu og gefast upp þegar við erum að verða komin á góðan stað í efnahagsmálunum og mörg brýn verkefni bíða afgreiðslu, er ekki í anda okkar í Framsókn,“ segir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um snúna stöðu í stjórnmálunum.
„Framsókn hefur unnið að mikið að góðum málum á þessu kjörtímabili og verið framfararflokkur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Vissulega er það útséð að við munum ekki ná að klára öll þau góðu mál sem við ætluðum okkur nú á haustþinginu vegna uppgjafar tveggja leiðtoga samstarfsflokkanna. En við erum klár í kosningabaráttu, hlökkum til að hitta kjósendur og taka samtalið um þau verkefni sem framundan eru. Mætum stolt af fyrri verkum og jafnframt full af eldmóði fyrir þeim verkefnum sem bíða okkar,“ segir Hafdís Hrönn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst