Líkt og Eyjar.net greindi frá í gærkvöldi hefur verið gefin út gul viðvörun á Suðurlandi sem tekur gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 06:00 í fyrramálið.
Klukkan 13:00 á morgun, föstudag tekur svo gildi önnur gul viðvörun á Suðurlandi. Gildir hún til miðnættis.
Suðvestan hríð
Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar segir: Suðvestan 15-23 m/s og dimm él. Búast má við éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum undir Eyjafjöllum eða á Hellisheiði.
https://eyjar.net/gul-vidvorun-talsverd-eda-mikil-rigning/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst