Önnur gul viðvörun á föstudag
Búast má við éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni. Eyjar.net/Tryggvi Már

Líkt og Eyjar.net greindi frá í gærkvöldi hefur verið gefin út gul viðvörun á Suðurlandi sem tekur gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 06:00 í fyrramálið.

Klukkan 13:00 á morgun, föstudag tekur svo gildi önnur gul viðvörun á Suðurlandi. Gildir hún til miðnættis.

Suðvestan hríð

Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar segir: Suðvestan 15-23 m/s og dimm él. Búast má við éljagangi með skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum undir Eyjafjöllum eða á Hellisheiði.

https://eyjar.net/gul-vidvorun-talsverd-eda-mikil-rigning/

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.