Íþróttavarp RÚV er með handboltaþema þessa vikuna og ræðir við Rúnar Kárason sem stendur í ströngu með liði ÍBV sem er komið í úrslit Olísdeildarinnar. Rúnar er á leið aftur í uppeldislið sitt Fram en hann settist niður með Eddu Sif Pálsdóttur og fór yfir langan og viðburðaríkan feril. Meðal annars ræðir hann um hve vel honum líður í Eyjum, samband sitt við Guðmund Guðmundsson og hörkuna í úrslitakeppninni.
Eyjafólk vill Haukamenn frekar en Mosfellinga
Rúnar ræddi einvígið við FH, en honum fannst einvígið jafnara heldur en 3-0 niðurstaðan segir til um. Hann telur handboltann vera á góðum stað í vor þegar kemur að úrslitakeppninni.
„Ég veit að Eyjafólk vill fá Haukamenn, en það er af því það er saga milli Hauka og ÍBV. Svo er það líka þannig að menn hafa áhyggjur af því að Varmá rúmi ekki alla áhorfendurna sem koma á leikina. Þar búa Haukarnir betur,“ segir Rúnar.
Eyjafólk er svo yndislegt
„Maður skilur vel að fólk sem kemur til Eyja setjist að eða tali alltaf fallega um þær. Eyjafólkið er svo yndislegt, það er svo mikil samstaða þarna,“ sagði Rúnar um Vestmanneyinga.
Það er ótrúlega gaman að spila fyrir framan alla sem maður þekkir í Vestmannaeyjum. Ég held að þegar ég er að keppa á handboltaleikjum hérna uppi á landi og kíki upp í stúku þá séu eiginlega allir sem ég þekki þarna. Hvítu riddararnir eru strákar sem ég var að þjálfa, eða var að þjálfa í fyrra. Svo er fólk sem kemur á leiki, fólk sem maður er í daglegum samskiptum við uppi í íþróttahúsi eða á förnum vegi. Þetta verður svo mikil fjölskylda og það verður svo gaman.“
Sjá nánar á ruv.is
Teddi og Rúnar faagna sigri.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst